Sólarþak

Þegar þú ert á Alicante í fríi er frábært að vera með sólarþak (solarium) þar sem hægt er að sóla sig hvar sem sólin er.

Ef þú ert í húsinu á Spáni á þeim tíma sem sólin er ekki alltaf hátt á lofti er gott að skella sér á þakið þegar sólin hverfur úr garðinum.  Ekki er verra að það er sturta ískápur, sólstólar og sófasett á þakinu.

Allt er gert til að gera dvölina fullkomna.  Slaka á í sólbaði á þakinu og þegar hitinn er orðinn of mikill er hægt að kæla sig niður í sófasetti undir markísu, eða þá fá sér kaldan drykk úr ísskápnum, eða jafnvel ennþá betra skella sér í sturtu.  Allt án þess að þurfa að yfirgefa þakið.