Alicante svæðið er draumasvæði allra golfara. Hægt er að finna ótrúlega marga golfvelli án þess að keyra langt Þannig geturðu auðveldlega spilað mismunandi velli í hverri ferð eða eins og margir spilað mismunandi velli á hverjum degi í ferðinni.
Las Ramblas (14 min) var opnaður 1990. Völlurinn er mjög hæðóttur og fjölbreyttur. Mjög algengt er að golfarar sem hafa spilað á Spáni telja hann til uppáhalds vallar þó að sumir bölva hversu erfiður hann getur líka verið.
Villamartin (6 min) golfvöllurinn er mjög nálægt húsinu. Völlurinn var hannaður af Paul Putman og opnaður 1972. Mörg mót hafa verið haldin á vellinum meðal annars Mediterranean Open 1994.
Lomas de Campoamor (13 min) golfvöllurinn var opnaður með nafninu Real Club de Golf Campoamor. Golfvöllurinn er á milli tveggja dala þar sem landslagið er hæðótt í kringum völlum.
La Finca (26 min) golfvöllurinn var opnaður með nafninu Real Club de Golf Campoamor. Golfvöllurinn er á milli tveggja dala þar sem landslagið er hæðótt í kringum völlum.
Lo Romero (24 min) er frekar nýlegur völlur opnaður 2008 staðsettur við Pilar de la Horadada. Völlurinn er mjög fallegur með krefjandi brautum og glompum. Þekktasta holan á Lo Romero eða jafnvel öllu Costa Blanca svæðinu er 18 holan.
Las Colinas (19 min) er einn fallegasti völlurinn á svæðinu að margra mat,i og verið valinn besti gölfvöllur Spánar 2015, 2016 og 2017. Las Colinas er lúxus verðlaunavöllur þar sem Evrópumótröðin er meðal annars spiluð.
Vista Bella (23 min) varð nýlega að 18 holu golfvelli en var lengi aðeins 11 holur. Hann er par 73 völlur og 5844 metrar af gulum teigum. Hann var tekinn í notkun 2010.
El Plantio (50 min) El Plantio golfvöllurinn var opnaður 1993. Golfvöllurinn er mjög nálægt flugvellinum og Alicanteborg, í mjög vinalegu umhverfi þar sem ræsirinn gæti jafnvel ávarpað þig á íslensku.
Camposol Golf (68 min) er 18-holu, par 72, 5895 metra langur golfvöllur opnaður 2004. Völlurinn er staðsettur í þéttbýlishluta Campasol nálægt bænum Mazarron.
Mar Menorgolf (33 min) er staðsett nálægt bæmum Torre Pacheco í Murcia. Margir Íslendingar hafa lagt leið sína á þennan völl en þarf starfar Ívar Hauksson PG golfkennari.
El Valle (40 min) völlurinn er par 71 og 6355m, fallegur völlur hannaður af Jack Nicklaus og opnaður 2007. Fallegt landlag er á vellinum með 3 stór vötn sem tengist 6 holum.
La Torre (33 min) Eins og LaValle þá er La Torre einnig hannaður af Jack Nicklaus teyminu og líkt og hluti af Mar Menor og LaValle. Völlurinn er frekar krefjandi og ætlaður hugsandi kylfingum frekar en högglöngum.
hallenging.
La Serena (30 min) golfvöllurinn var opnaður 2006. Völlurinn er par 72 og 5884 m á gulum og 4923 m á rauðum teigum. Völlurinn er flatur og í styttra lagi miðað við marga velli en alls ekki auðveldur. Vatnashindranir og vindar gætu haft áhrif á spilamennskuna.
Hacienda Del Alamo (53 min) völlurinn var opnaður 2006. Völlurinn er lengsti völlur spánar með mjög langar brautir sem erfitt getur verið að skora á fyrir þá sem eru ekki högglangir.
La Peraleja (36 min) var hannaður af Seve Ballasteros og opnaður 2008. Mikið er um tjarnir og hóla sem gera völlinn mjög skemmtilegan. Auk þess er umhverfi vallarins mjög skemmtilega hannað.
Hacienda Riquelme (33 min) völlurinn var opnaður 2007 og hannaður af Jack Niclaus sem fékk frjálsar hendur að hanna hann að vild. Hann gerir hann mjög krefjandi sem reynir á færni og að nýta allar kylfurnar í pokanum.
La Manga north (45 min) var hannaður af Robert Dean Putman, er par 71 og einkennist af miklum vatnstorfærum. Skemmtilegur völlur í skemmtilegu umhverfi.
Alhama Signature (67 min) er bæði breiður og langur. Á vellinum er 5 stór vötn sem setja svip sinn á völlinn. Völlurinn er svo sértaklega þekktur fyrir að vera með 116 glompur.
Alicante golf (64 min) er aðeins 5 min fjarlægð frá miðborg Alicante og þar af leiðandi mjög stutt frá flugvellinum. Hann var opnaður í janúar 1998 og hannaður af goðsögninni Seve Ballesteros.