Costa Blanca Suður

Las Ramblas

Las Ramblas (14 min) var opnaður 1990.  Völlurinn er mjög hæðóttur og fjölbreyttur.  Mjög algengt er að golfarar sem hafa spilað á Spáni telja hann til uppáhalds vallar þó að sumir bölva hversu erfiður hann getur líka verið. 

villamartin golf course

Villamartin

Villamartin (6 min) golfvöllurinn er mjög nálægt húsinu.  Völlurinn var hannaður af Paul Putman og opnaður 1972. Mörg mót hafa verið haldin á vellinum meðal annars Mediterranean Open 1994.

Lomas de Campoamor 

Lomas de Campoamor   (13 min) golfvöllurinn var opnaður með nafninu Real Club de Golf Campoamor.  Golfvöllurinn er á milli tveggja dala þar sem landslagið er hæðótt í kringum völlum.

La Finca

La Finca (26 min) golfvöllurinn var opnaður með nafninu Real Club de Golf Campoamor.  Golfvöllurinn er á milli tveggja dala þar sem landslagið er hæðótt í kringum völlum.

Lo Romero

 Lo Romero (24 min) er frekar nýlegur völlur opnaður 2008 staðsettur við Pilar de la Horadada. Völlurinn er mjög fallegur með krefjandi brautum og glompum.  Þekktasta holan á Lo Romero eða jafnvel öllu Costa Blanca svæðinu er 18 holan. 

Las Colinas

Las Colinas (19 min) er einn fallegasti völlurinn á svæðinu að margra mat,i og verið valinn besti gölfvöllur Spánar 2015, 2016 og 2017.  Las Colinas er lúxus verðlaunavöllur þar sem Evrópumótröðin er meðal annars spiluð.  

Vista Bella

Vista Bella  (23 min) varð  nýlega að 18 holu golfvelli en var lengi aðeins 11 holur.  Hann er par 73 völlur og 5844 metrar af gulum teigum. Hann var tekinn í notkun 2010.   

Font de Llop

Font de Llop (48 min) Er 18 holu par 72 golfvöllur með 5 teigum. Hönnunin varð gerð þannig að hver flöt hefur sitt eigið sérkenni.

La Marquesa 

La Marquesa  (48 min) hét upphaflega  “Club de Golf Quesada” og var opnaður 1989, fimm árum seinna fékk hann nafnið sem hann ber í dag.

El Plantio

El Plantio (50 min) El Plantio golfvöllurinn var opnaður 1993. Golfvöllurinn er mjög nálægt flugvellinum og Alicanteborg, í mjög vinalegu umhverfi þar sem ræsirinn gæti jafnvel ávarpað þig á íslensku.