La Marquesa Golf

La Marquesa Golf hét upphaflega  “Club de Golf Quesada” og var opnaður 1989, fimm árum seinna fékk hann nafnið sem hann ber í dag.  Golfskálinn er fallegur með sundlaug þar sem golfarar geta slakað á og kælt sig niður eftir góðan hring. Það eru haldin mörg áhugamanna- og atvinnumanna mót á vellinum.  Völlurinn er með tvö vötn og margar skemmtilegar og krefjanda holur.   Mikilvægt er að nota ímyndaraflið á blindum holum og líklegast þarfnast spilamennskan að fólk noti sem flestar kylfur í pokanum.     

Leiðarlýsing frá húsinu

La Marquesa Gps rute