La Serena

La Serena golfvöllurinn er hannaður af Manuel Piñero og opnaður 2006.  Völlurinn er par 72 og 5884 m á gulum og 4923 m á rauðum teigum.  Völlurinn er flatur og í styttra lagi miðað við marga velli en alls ekki auðveldur.  Vatnshindranir og vindar gætu haft áhrif á spilamennskuna.  Skynsemi, nákvæmi frekar en lengd skiptir máli.  Völlurinn er nálægt Mar Menor strönd þar sem umhverfið er mjög fallegt.  Má t.d nefna 500 ára gamlan varðturn í kastalastíl sem byggður var til að hafa eftirlit með sjóræningjum.

Leiðarlýsing frá húsinu