Las Colinas

Las Colinas er einn fallegasti völlurinn á svæðinu og meðal annars verið valinn besti golfvöllur Spánar 2015, 2016 og 2017.  Hann er par 71 og  hannaður af Cabell B. Robinson og opnaður 2010.  Völlurinn er í dal og umvafinn hæðum.  Völlurinn eins og nafnið á spænsku gefur til kynna er hólóttur og landslag mikið í honum með fallegum glömpum og vatnstorfærum.  Las Colinas er lúxus verðlaunavöllur þar sem Evrópumótaröðin er meðal annars spiluð.  Aðstaðan er skrefi lengra en á mörgum öðrum völlum allt frá æfingasvæðinu, og golfbílarnir með GPS skjá af vellinum svo eitthvað sé nefnt.   Allir golfarar ættu að spila völlinn að minnsta kosti einu sinni í hverri golfferð á svæðið.

Leiðarlýsing frá húsinu