Las Ramblas var hannaður af Pepe Gancedo og opnaður 1990. Hann er þekktur fyrir flotta hönnun nýstárlegar hugmyndir. Völlurinn er mjög hæðóttur og fjölbreyttur. Mjög algengt er að golfarar sem hafa spilað á Spáni telja hann til uppáhalds vallar þó að sumir bölva hversu erfiður hann getur líka verið. Hann er auk þess mjög krefjandi og líklega gott að vera með aukasett af boltum í pokanum áður en lagt er í hann. Gott er að nota lægri kylfur til að staðsetja boltann með skynsamlegu golfi. Liam Neeson jók á frægð vallarins með því að að hluti af Taken 3 var tekin upp á staðnum.