Mar Menor Golf

Mar Menor golf er staðsett nálægt bænum Torre Pacheco í Murcia.  Völlurinn er umleikinn fjöllum og nær yfir 59 hektara land, þarf af brautir og flatir heilir 49 hektarar.  Krefjandi 6153 metrar langur völlur sem upphaflega var hannaður af David Thomas og svo endurhannaður af teyminu hans Jack Nicklaus þegar seinni 9 holurnar voru bættar við.  Margir Íslendingar hafa lagt leið sína að spila völlinn og þiggja kennslu hjá Ívari Haukssyni golfkennara sem starfar við völlinn.

Leiðarlýsing frá húsinu