Murcia

Roda

Roda Golf (29 min) er staðsettur á Costa Calida.  Völlurinn er par 72, hann er 5819 metra langur af gulum teigum, 5244 af rauðum.


Camposol

Camposol Golf (68 min) er 18-holu, par 72,  5895 metra langur golfvöllur  opnaður 2004. Völlurinn er staðsettur í þéttbýlishluta Campasol nálægt bænum Mazarron.

Altorreal golf  

Altorreal golf (58 min) er 18-holu par 71 völlur,  staðsettur í hæðunum fyrir ofan Murcia í umhverfi 20.000 trjáa (ólífutré, fura, carob ofl.)

Mar Menor golf gallery

Mar Menor

Mar Menorgolf (33 min) er staðsett nálægt bæmum Torre Pacheco í Murcia.  Margir Íslendingar hafa lagt leið sína á þennan völl en þarf starfar Ívar Hauksson PG golfkennari. 

El Valle

El Valle (40 min) völlurinn er par 71 og 6355m, fallegur völlur hannaður af Jack Nicklaus og opnaður 2007.  Fallegt landlag er á vellinum með 3 stór vötn sem tengist 6 holum.

La Torre

La Torre (33 min) Eins og LaValle þá er La Torre einnig hannaður af Jack Nicklaus teyminu og líkt og hluti af Mar Menor og LaValle.  Völlurinn er frekar krefjandi og ætlaður hugsandi kylfingum frekar en högglöngum.   hallenging.  

La Serena

La Serena  (30 min) golfvöllurinn var opnaður 2006.  Völlurinn er par 72 og 5884 m á gulum og 4923 m á rauðum teigum.  Völlurinn er flatur og í styttra lagi miðað við marga velli en alls ekki auðveldur.  Vatnashindranir og vindar gætu haft áhrif á spilamennskuna. 

Hacienda Del Alamo

Hacienda Del Alamo (53 min) völlurinn var opnaður 2006.  Völlurinn er lengsti völlur spánar með mjög langar brautir sem erfitt getur verið að skora á fyrir þá sem eru ekki högglangir.  

La Peraleja 

La Peraleja (36 min) var hannaður af Seve Ballasteros og opnaður 2008.  Mikið er um tjarnir og hóla sem gera völlinn mjög skemmtilegan.  Auk þess er umhverfi vallarins mjög skemmtilega hannað.  

Hacienda Riquelme 

  Hacienda Riquelme (33 min) völlurinn var opnaður 2007 og hannaður af Jack Niclaus sem fékk frjálsar hendur að hanna hann að vild.  Hann gerir hann mjög krefjandi sem reynir á færni og að nýta allar kylfurnar í pokanum.

La Manga north

La Manga north (45 min) var hannaður af Robert Dean Putman, er par 71 og einkennist af miklum vatnstorfærum. Skemmtilegur völlur í skemmtilegu umhverfi.

Alhama Signature 

 Alhama Signature (67 min) er bæði breiður og langur.  Á vellinum er 5 stór vötn sem setja svip sinn á völlinn. Völlurinn er svo sértaklega þekktur fyrir að vera með 116 glompur.