Villamartin Golf

Villamartin golfvöllurinn er mjög nálægt húsinu.  Völlurinn var hannaður af Paul Putman og opnaður 1972.    Mörg mót hafa verið haldið á vellinum meðal annars Mediterranean Open 1994 sem  Jose Maria Olazabal vann eftir skemmtilega baráttu við Paul McGinley.

Völlurinn er par 72 og 6037 metrar að lengd á gulum og 5259 af rauðum teigum.  Hola 17 er svokölluð „signature“ hola og er 175 lengd af gulum teigum og er bæði gilið og green-ið mjög krefjandi fyrir flesta golfara.  Völlurinn er fjölbreyttur skógarvöllur sem krefst þessa að nota flestar kylfurnar í pokanum og geta mörg stór gömul furutré reynt á kylfinginn.  Völlurinn er skemmtilegur og klúbbhúsið sjarmerandi.

Leiðarlýsing frá húsinu