Veitingarstaðir og kaffihús

Þegar fólk dvelur á Alicantesvæðinu vill það gera vel við sig í mat og drykk.  Eitt besta við staðsetninguna er að Orihuela Costa svæðið er ríkt af veitingarstöðum og kaffihúsum.  Hér munum við koma með hugmyndir og endilega senda okkur það sem þú varst mjög ánægð(ur) með.

Listi yfir veitingarstaði:

Dinastia

Mjög flottur kínverskur veitingarstaður sem lætur ekki mikið yfir sér að utan en þegar þú kemur inn kemur í ljós veitingastaður sem er með flottari stöðum á svæðinu Nálægt honum er aðrir veitingastaðir eins og Gandhi indverskur staður hinum megin við götuna. 

Nautilius veitingarstaðurinn Punta Prima

Nautilius

Nautilus er við  Punta Prima ströndina er mjög skemmtilegur veitingarstaður, ef þú ert að hugsa um að prófa hefbundinn spænskan mat.  Það er líka nauðsynlegt að borða við ströndina og og Nautilus er góður staður til þess.  Góður kostur ef velja á bæði útsýni við ströndina og góðan spænskan mat.  

La Tagliatella 

La Tagliatella fín ítölsk veitingarhúskeðja um allan SpánSá sem næst er finnur þú í verslunarmiðstöðinni  La Zenia boulovard.

via park 3

Veitingarstaðir næst húsinu: Via Park 3

Þeir veitingarstaðir sem eru næst húsinu eru í kjarna í um 1 km fjarlægð sem heitir  Via Park 3.  Þar finnurðu 4 bari, 4 veitingarstaði (CKI Café Bar, Famous steak house Indian restaurant, Gran China and Kalimotxo).Auk þess er þar apótek, pósthús og fleira.