Fyrir þá sem vilja upplifa lúxus í fríinu þá er húsið „Alicante Luxury Villa“ staðsett í Villamartin hverfinu í Orihuela Costa fullkomið hús til að dvelja í. Ef þú ert að ferðast með stórafjölskylduna eða stóran hóp þá hentar húsið vel. Það er með 6 herbergi, 4 baðherbergi, tvo sjónvarpstæki, internet, Ps4, og yfir 100 sjónvarpstöðvar. Útiaðstaðan er fullkomin til að ná að „tana“, slaka á og leika sér í sundlauginni og með sólaþaki þarftu aldrei að missa af neinum sólargeisla. Það er nóg af sólbekkjum, tvær útisturtur (við hlið sundlaugar og á sólarþakinu). Stórt svæði og borð til að borða og grilla úti. Það er einkabílastæði inni í garði. Staðsett nálægt mörgum golfvöllum og stutt í La Zenia verslunarmiðstöðina, sem er sú stærsta á svæðinu. Að lokum er mikið að veitingastöðum í nágrenninu.











Svæðið er fullkomið fyrir golfáhugamenn, þú getur keyrt stuttar vegalengdir á hverjum degi og spilað á mismunandi völlum alla daga. Þið sem spilið ekkert golf er stutt í La Zenia verslunarmiðstöðina, eða bara slaka á í sólinni. Hægt er slaka á á þeim fjölmörgu ströndum í nágrenninu og tilvalið er að taka dag í að hjóla meðfram ströndunum og njóta góða veðursins. Fyrir þá sem vilja fara í vatnagarða, tívolí og dýragarða er ekki langt að keyra. Auk þess er hægt að keyra upp í fjöllin eða skoða bæi sem eru allt um kring.
Hæð og Garður

Upplýsingar
- Staðasetning: Villamartin Orihuela Costa
- Tegund: Einbýli
- Fermetrar: 200 fm
- Svefnherbergi: 6
- Baðherbergi: 4
- Fullorðnir: 14
- Börn: Samtals 14 svefnrrými
- Gæludýr: Ekki leyfð
- Reykingar Bannaðar
Aðstaða
- Heimilistæki: Uppþvottavél, Þvottavél/þurrkari, ísskápur/frystir, hárblásari, Dolce Gusto kaffivél, 2 sjónvörp, PS4
- Gólfefni: Flísar
- Bílastæði: Einkabílastæði
- Hiti: Lofkælikerfi
- Kæling: Loftkælikerfi
- Garður og Svalur Já
- Sólarþak: Já
- útisturtur: 2 (við sundlaug/sólarþaki)
- Eldun: Eldhús inni og Grill í garði